- Auglýsing -
- Rúnar Sigtryggsson þjálfari þýska 1. deildarliðsins SC DHfK Leipzig, ætlar ekki að taka langt sumarfrí né gefa leikmönnum sínum nokkuð eftir. Hann hefur boðað þá til fyrstu æfingar til undirbúnings fyrir næsta keppnistímabil 15. júlí. Vonir standa þá til þess að Viggó Kristjánsson og leikmenn sem misstu af síðustu leikjum nýliðin tímabils vegna meiðsla verði þá klárir í slaginn. Rúnar tók við þjálfun SC DHfK Leipzig í byrjun nóvember og gjörbylti árangri liðsins sem var í fallhættu þegar hann tók við.
- Þýska handknattleiksliðið Stuttgart brá á það ráð í gær að auglýsa eftir hjálmi lukkudýrs félagsins. „Eins og margir hafa vafalaust tekið söknum við lukkúdýrsins okkar, Johnny Blue,“ sagði í tilkynningunni og þar sem sagði ennfremur að síðast hafi sést til Jonny Blue 31. mars. Talið er fullvíst að hjálmurinn hafi hafnaði í höndum fingralangra. „Hvarf Johnny Blue hefur valdið okkur angist enda hefur hann skemmt jafnt eldri sem yngri á kappleikjum okkar,“ segja í tilkynningu Stuttgart sem lætur þess ennfremur getið að fyrir utan tilfinningalegt tjón þá sé fjárhagslegt tjón nokkurt. Hjálmurinn er sagður kosta 7.000 evrur, jafnvirði rúmlega einnar milljónar króna.
- Tíu félög sækjast eftir sex boðskortum til þátttöku í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næstu leiktíð: Aalborg Håndbold, Montpellier, Pick Szeged, Wisla Plock, Sporting Lissabon, HC Zagreb, Dinamo Búkarest, Kolstad, IFK Kristianstad og Kadetten Schaffhausen.
- Tíu lið eru á hinn bóginn örugg um sæti í Meistaradeildinni: GOG, Barcelona, PSG, THW Kiel, Telekom Veszprém, Eurofarm Pelister, Barlinek Ingustira Kielce, Porto og RK Celje.
- Hollendingurinn Luc Steins var valinn leikmaður ársins í frönsku 1. deildinni í handknattleik eftir að keppni lauk á dögunum. Þriðja tímabilið í röð fór Hollendingurinn á kostum með meisturum PSG.
- Charles Bolzinger markvörður Montpellier þótti vera sá leikmaður sem tók mestum framförum á tímabilinu í Frakklandi. Danijel Andjelkovic þjálfari Fenix Toulouse hreppti nafnbótina þjálfari ársins.
- Þjálfari ástralska strandboltalandsliðsins í karlaflokki, Patrik Weiss, fannst látinn á heimili sínu í Perth á mánudaginn. Lögreglu grunar að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Weiss var að hefja undirbúning landsliðsins fyrir stórmót sem fram fer á Balí í ágúst þegar hann lést. Weiss, sem var 45 ára gamall, var af þýsku bergi brotinn en hafði búið í Ástralíu í rúma tvo áratugi og þar af verið landsliðsþjálfari í nærri áratug.
- Rússneska landsliðskonan Vladlena Bobrovnikova berst við krabbamein um þessar mundir en hún greinir frá því á samfélagsmiðlum. Bobrovnikova er 35 ára gömul á að baki 78 landsleiki sem hún hefur skorað 202 mörk í. Hún var m.a. í sigurliði Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir sjö árum.
- Auglýsing -