Í dag verður leikið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla. Að vanda fara leikirnir fram í Lanxess-Arena í Köln. Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í eldlínunni í fyrri viðureign undanúrslitanna þegar SC Magdeburg og Barcelona mætast. Flautað verður til leiks klukkan 13.15. Í síðari leiknum eigast við Kielce frá Póllandi og PSG frá Frakklandi, landsmeistarar beggja landa. Sú viðureign hefst klukkan 16.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign SC Magdeburg og Barcelona.
Hér fyrir neðan er stiklað á stóru á þátttöku íslenskra handknattleiksmanna og þjálfara í úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og í Evrópukeppni meistaraliða eins og keppnin kallaðist áður en Handknattleikssambandi Evrópu var komið á koppinn 1992.
1980 – Valur lék til úrslita við Grosswallstadt og tapaði. Vann Atléticio Madrid í undanúrslitum.
1988 – Alfreð Gíslason lék með Tusem Essen í úrslitaleikjum en tapaði fyrir CSKA Moskvu.
2002 – Magdeburg (1.sæti eftir tvo leiki við Veszprém) – Alfreð Gíslason þjálfari, Ólafur Stefánsson.
2005 – Ciudad Real (1. sæti): Ólafur Stefánsson leikmaður.
2008 – Ciudad Real (1. sæti): Ólafur Stefánsson leikmaður.
2009 – Ciudad Real (1. sæti): Ólafur Stefánsson leikmaður.
Eftir að úrslitahelgin (final4) var tekin upp:
2010 – Kiel (1. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson, leikmaður
2011 – Rhein-Neckar Löwen (4. sæti): Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson, leikmenn.
2012 – Kiel (1. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson, leikmaður.
AG København (3. sæti): Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson, leikmenn.
Füchse Berlin (4. sæti): Dagur Sigurðsson, þjálfari.
2013 – Vive Kielce (3. sæti): Þórir Ólafsson, leikmaður.
Kiel (4. sæti) : Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson, leikmenn.
2014 – Flensburg (1. sæti): Ólafur Gústafsson, leikmaður.
Kiel (2. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson, leikmenn.
2015 – Barcelona (1. sæti): Guðjón Valur Sigurðsson.
Kiel (4. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson, leikmaður.
2016 – Veszprém (2. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.
PSG (3. sæti): Róbert Gunnarsson, leikmaður.
Kiel (4. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari.
2017 – Veszprém (3. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.
2019 – Barcelona (3. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.
2020 – Barcelona (2. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.
2021 – Barcelona (1. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.
Aalborg Håndbold (2. sæti): Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari.
2022 – Vive Kielce (2. sæti): Haukur Þrastarson, leikmaður. Tók þátt í undanúrslitaleiknum en settur út úr liðinu fyrir úrslitaleikinn. Sigvaldi Björn Guðjónsson (meiddur).
2023 – Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur með SC Magdeburg í undanúrslitum gegn Barcelona kl. 13.15.
Ómar Ingi Magnússon fjarverandi vegna meiðsla.
2023 – Kielce, lið Hauks Þrastarsonar, leikur til undanúrslita við PSG kl. 16. Haukur er fjarverandi vegna meiðsla.
Undanúrslitaleikirnir í dag, laugardag: Kl. 13.15 - SC Magdeburg - Barcelona Kl. 16 - Kielce - PSG. Sigurliðin í leikjunum á morgun mætast í úrslitaleik á morgun klukkan 16. Tapliðin leika um bronsið á sunnudaginn kl. 13.15. Hægt er að fylgjast með leikjunum endurgjaldslaust á EHFtv.com.