- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Romero eftirsóttur, Rússar ráða landsliðsþjálfara, vistaskipti hjá Skube, Yurynok fer hvergi

Iker Romero er eftirsóttur til þjálfunar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Iker Romero sem nú er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf er orðaður við tvær þjálfarastöður í þýska handboltanum um þessar mundir. Annarsvegar hjá Rhein-Neckar Löwen og hinsvegar hjá Bietigheim sem leitar nú að eftirmanni Hannesar Jóns Jónssonar.
  • Aleksej Aleksejev stýrir rússneska kvennalandsliðinu í leikjum í forkeppni Ólympíuleikanna í síðari hluta mars. Aleksejev  var aðstoðarmaður Ambros Martín sem var látinn taka pokann sinn þegar rússneska liðið átti einn leik eftir á EM í Danmörku í desember. Aleksejev er einnig þjálfari Lada-liðsins í heimalandi sínu. Hann hefur verið í þjálfarateymi rússneska kvennalandsliðsins frá 2016. Rússar verða í riðli með Ungverjum, Serbum og Kína í forkeppni Ólympíuleikanna sem leikin verður 19., 20., og 21. mars. Tvö af fjórum liðum tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana en Rússar eru ríkjandi Ólympíumeistarar í handknattleik kvenna.
  • Slóvenski miðjumaðurinn Sebastian Skube hefur samið við franska liðið Chambery frá og með næsta sumri. Skube fékk ekki nýjan samning hjá Bjerringbro/Silkeborg þar sem hann hefur verið síðustu sjö árin. 
  • Hvít-rússneska stórskyttan, Andrei Yurynok, hefur framlengt samning sinn við Meshkov Brest, meistaraliðið í heimlandi sínu. Hann var undir smásjá nokkurra liða áður en hann ákvað að halda sig heima næstu tvö ár, hið minnsta.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -