- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Jörgen Freyr þjálfar í Haugasundi næstu árin

Jörgen Freyr Ólafsson Naabye þjálfari Rival. Mynd/Rival
- Auglýsing -

Handknattleiksþjálfarinn Jörgen Freyr Ólafsson Naabye hefur verið ráðinn þjálfari hjá norska félaginu Rival/Nord og HTG sem er með bækistöðvar í Haugasundi. Greint var frá ráðningunni í morgun en hún er til tveggja ára. Jörgen Freyr hefur tvö síðastliðin ár verið einn þjálfara meistaraflokksliðs FH. Hann tekur til starfa í Haugasundi 8. ágúst.

„Þetta verður virkilega spennandi verkefni og gott að fara aðeins út fyrir þægindarammann,“ sagði Jörgen Freyr sem flytur út ásamt konu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur og tveimur dætrum. Ekki er útilokað að Sigrún leiki með liðinu undir stjórn Jörgens en hún hefur leikið með FH.


Samhliða þjálfun liðsins verður Jörgen Freyr þjálfari við framhaldsskóla hluta dagsins, fjórar til fimm æfingar í viku. „Ég verð í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Jörgen Freyr sem er fullur tilhlökkunar að takast á við nýjar áskoranir í öðru umhverfi.

„Liðið er í fjórðu deild en stefnan er að setja allt á fullt og koma klúbbnum upp um deildir á næstu árum. Metnaðurinn er mikill,“ sagði Jörgen Freyr Ólafsson Naabye handknattleiksþjálfari við handbolta.is fyrir stundu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -