- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Engan bilbug er að finna – stefnan sett á HM farseðil

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari hvetur leikmenn sína til dáða. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

Ekki verður leikið í dag á Evrópumóti kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, sem fram fer í Rúmeníu. Eftir tvær umferðir á tveimur dögum verður kröftum safnað í dag og leikir síðustu umferðarinnar undirbúnir. Stefnt er á að taka góða æfingu í dag, funda og búa sig eins og best verður á kosið undir síðasta leikinn í riðlakeppninni gegn Portúgal á morgun, sunnudag. Flautað verður til leiks klukkan 14.30.

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín með boltann í leiknum við Þjóðverja í gær. Mynd/EHF/Marius Ionescu

Óvæntur sigur Portúgal

Portúgalska landsliðið vann óvæntan og öruggan sigur á rúmenska landsliðinu í gær, 36:30, og er þar með komið með einn vinning eins og Rúmenar í B-riðli. Þjóðverjar eru efstir með fjögur stig eftir tvo eins marks sigra, á Portúgal og Íslandi. Sigurinn í gær glæddi vonir portúgalska liðsins um sæti í átta liða úrslitum. Að sama skapi eru vonir íslenska liðsins um sæti í átta liða úrslitum orðnar veikar.

Ágúst Þór segir engan bilbug vera að finna á íslenska liðinu. Þrettán efstu liðin tryggja sér sæti á heimsmeistaramót 20 ára landsliða sem fram fer í Norður Makedóníu að ári liðnu. Margir leikir séu enn eftir á EM og allt getur gerst.

Milliriðlakeppnin hefst á þriðjudaginn.

Verðum krækja í stig

„Við verðum að vinna leikinn á sunnudaginn og taka með okkur tvö stig inn í baráttuna um sæti níu til sextán sem tekur við eftir helgina,“ sagði Ágúst Þór og bætir við.

EMU19: Dagskrá, úrslit og staðan

Stefnum á sæti á HM

„Markmiðið okkar er skýrt, það er að tryggja Íslandi keppnisrétt á HM 20 ára liða næsta sumar. Til þess verðum við að halda áfram að bæta okkur í næstu leikjum, taka skref fram á við eins og við gerðum í leiknum við Þjóðverja þar sem við lékum frábærlega. Ég er stoltur af stelpunum fyrir góða frammistöðu gegn sterku þýsku liði. Við höldum áfram að byggja ofan á þetta,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -