- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Vorum sjálfum okkur verst

Ágúst Þór Jóhannsson tók málin í sínar hendur. Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

„Frammistaðan hjá liðinu var allt önnur og betri en í síðasta leik. Sóknarleikurinn var góður eins og hann hefur meira og minna verið allt mótið þótt oft hafi þurft að hafa mikið fyrir hverju marki. Því miður þá vorum við okkur sjálfum verst eins og stundum áður í mótinu með því að fara með gríðarlega illa mörg opin marktækifæri,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna við handbolta.is í dag eftir tap Íslands fyrir Hollandi í fyrstu umferð milliriðlakeppni um sæti níu til sextán á Evrópumóti 19 ára landsliða kvenna í Pitesi í Rúmeníu í morgun, 32:26.

Erfitt maður á mann

„Varnarleikurinn var á köflum ágætur og eins markvarslan. Við lentum hinsvegar alltof oft í vandræðum í stöðunni maður á mann, ekki síst þegar á leikinn leið. Oft töpuðum við hollensku leikmönnum á einfaldan hátt,“ sagði Ágúst Þór sem vildi hrósa leikmönnum fyrir að ná sér þó á strik eftir slæman 17 marka skell fyrir Portúgal á sunnudaginn.

Geta borið höfuðið hátt

„Nálgunin hjá stelpunum var allt önnur og betri í þessum leik. Þær geta borið höfuðið hátt eftir leikinn þótt vissulega hafi markmið okkar hafi verið að vinna leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfari U19 ára landsliðs kvenna sem hefur undirbúning fyrir leikinn við Króatíu fljótlega eftir hádegið.

Næsta viðureign íslenska liðsins á EM verður á morgun gegn Króatíu. Flautað verður til leiks klukkan 10. Að vanda verður handbolti.is á vaktinni og fylgist með í textalýsingu.

EMU19: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -