- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strákarnir vaxa með hlutverkum sínum

Leikmenn ÍBV fagna sigri snemma á keppnistímabilinu þegar áhorfendur máttu koma á leiki. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

„Við héldum okkur við þær áætlanir sem lagt var upp með og þótt ekki gengi alltaf eins og stefnt var að þá fannst okkur ekki mikið vanta upp. Þess vegna var ekki ástæða til að breyta til,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV við handbolta.is í gærkvöld, eftir fimm marka sigur ÍBV á Aftureldingu, 34:29, í Olísdeild karla en leikið var að Varmá.


„Ég er ánægður með að okkur tókst að halda okkar striki, ekki síst eftir leikhlé því þau hafa oft snúist í höndunum á okkur. Það er bara gaman að sjá hvernig strákarnir bregðast við aukinni ábyrgð. Við erum með marga unga leikmenn sem hafa orðið að fást við veigameiri hlutverk en áður. Þeir eru að vaxa með hlutverki sínu og út á það gengur þetta. Staðan á leikmannahópnum er önnur en við hefðum kosið vegna þess að margir eru frá vegna meiðsla. Þá er mikilvægt að yngri menn geti tekið við hlutverki, að þeir rísi undir ábyrgð og þyki vænt um það sem þeir eru að gera.


Staðan er sú að við verðum að leika með hægri handar mann í vinstri skyttustöðunni talsverðan hluta leikja um þessar mundir. Reyndar fékk Daninn Jonathan Werdelin aðeins að spreyta sig að þessu sinni og kom inn með ágæta punkta. Þetta var í fyrsta skipti sem hann fékk tækifæri að einhverju ráði.


Strákarnir eru að mannast og þeir gömlu eru að styðja við þá sem er gott,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara karlaliðs ÍBV við handbolta.is í gærkvöld.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -