- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: „Það er algjör veisla framundan, þetta eru jólin“

Umsjónarmenn Handkastsins er mættir til leiks, Styrmir Sigurðsson, Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason.
- Auglýsing -

„Þetta eru stærstu tíðindi í handboltasögunni hér heima, það þessir tveir menn komi heim og ætli sér að spila í Olísdeild karla,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, fyrrverandi fréttmaður á Stöð2 í hlaðvarpsþættinum Handkastið um þá staðreynd að Aron Pálmarsson og Alexander Petersson ætla að leika með FH og Val á komandi keppnistímabili í handboltanum sem hefst 10 daga.

Handkastið í loftið á ný

Heimkoma Arons og Alexanders er meðal þess sem rætt er um í hlaðvarpsþættinum Handkastið sem kominn er í loftið á nýjan leik eftir sumarleyfi. Að vanda stýrir Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn með stóru essi, þættinum og heldur um þræðina ásamt Theodóri Inga Pálmasyni og Styrmi Sigurðssyni. Fyrsti þáttur tímabilsins fór í loftið í gærkvöld. Að vanda er umræða Handkastsins tæpitungulaus.

Hlekk á Handkastið er að finna neðst í þessari yfirreið um einn af efnisþáttunum.

Hvað munu þeir gera?

„Þeir [Aron og Alexander] gera frábær deild sterkari og var hún góð fyrir. Aron kemur heim nánast á hátindi ferils síns. Alexander hefur leikið frábærlega þar sem hann hefur verið. Báðir eru í toppstandi. Hvað munu þeir gera?,“ spyr Gaupi sjálfan sig í samtali við Arnar Daða í Handkastinu hvar svarið er að finna.

„Það er algjör veisla framundan, þetta eru jólin,“ segir Gaupi sem slær ekki af frekar en fyrri daginn.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

Virkar mjög slimm

„Hann hefur létt sig og aðlagað sig að íslenskum handbolta,“ sagði Theodór Ingi einn umsjónarmanna Handkastsins um Aron Pálmarsson. „Það er líka gott fyrir hann eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann virkar mjög slimm,“ sagði Theodór um gamla félaga sinn hjá FH.

Engar áhyggjur af Alexander

„Petersson er að koma heim á öðrum forsendum. En þekkjandi hann [Alexander] þá á hann eftir að koma til leiks í geðsjúku standi. Ég hef engar áhyggur þótt hann sé orðin 43 ára. Ég skal lofa ykkur því að hann með eina lægstu fituprósentu í deildinni,“ sagði Styrmir um heimkomu Alexanders íslenska boltann eftir 20 ára veru í Þýskalandi.

„Hann er örugglega eini leikmaðurinn í heiminum sem getur þetta,” skaut Theodór Ingi inn.

Lífleg umræða er um komu þessara tveggja risa í íslenskum handknattleik í nýjasta þætti Handkastins sem nálgast má hér fyrir neðan. Auk viðtals við Guðjón er rætt við Óskar Bjarna Óskarsson um kveikjuna að komu Alexanders til Vals.

Umræðan hefst eftir ca 8,30 mínútur.


Handbolti.is mun á næstunni eiga samstarf við Handkastið um dreifingu á efni þáttarins.

Tengdar fréttir:

Handkastið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -