- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Aftureldingu vantar annan góðan línumann

Þorvaldur Tryggvason í búningi Aftureldingar. Mynd/Afturelding
- Auglýsing -

„Lið eins og Afturelding sem ætlar að berjast um alla titlana vantar annan góðan línumann,“ sagði Theodór Ingi Pálmason einn umsjónarmanna Handkastsins í umræðum um Aftureldingu í nýjasta þætti Handkastsins. Theodór telur Mosfellingar verði að styrkja þessa stöðu til viðbótar þótt þeir hafi fengið Þorvald Tryggvason frá Fram í sumar og Jakob Aronsson að láni frá Haukum.


Einar Ingi Hrafnsson hætti í vor og sömu sögu er að segja af Pétri Júníussyni sem varð að gefa eftir í baráttunni við meiðsli.

„Þorvaldur Tryggvason átti góðar innkomur með Fram á síðustu árum en mér fannst síðasta tímabil slakara hjá honum en árið áður,“ sagði Theodór og bætti við að línumannsstaðan væri það mikilvæg að hún verði að vera í lagi hjá liði sem ætlar að vera vera í titilbaráttu.

„Þetta er mikilvæg staða og ennþá mikilvægari en þegar ég var að spila,“ bætti Theodór við en sex ár eru liðin síðan hann lagði skóna á hilluna. Víst er að hann er ekki að taka fram skóna.

Karlar – helstu félagaskipti 2023

Er hallæri?

„Er línumanna og markvarða hallæri á Íslandi?,“ skaut Styrmir Sigurðsson inn í umræðuna um línumenn en áður hafði verið vikið nokkrum orðum að markvörðum og þeirri staðreynd að Sigurður Ingiberg Ólafsson fyrrverandi markvörður ÍR, Kríu og Vals er án samnings. Sigurður Ingiberg sleit krossband fyrir hálfu öðru ári.

Umræðan um Aftureldingu og línumenn hefst eftir rúmlega 36 mínútur.

Einnig er hægt að nálgast nýjast þátt Handkastsins á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Handbolti.is mun á næstunni eiga samstarf við Handkastið um dreifingu á efni þáttarins.

Tengdar fréttir:

Handkastið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -