Þétt er leikið í Meistaradeild Evrópu um þessar mundir til þess að vinna upp röskun sem varð á dagskrá keppninnar í haust og fyrri hluta vetrar þegar mörgum leikjum var frestað vegna kórónuveirunnar. Nú er svo ört leikið að nokkur lið hafa leikið tvisvar sinnum í þessari viku í keppninni. Fimm leikir voru á dagskrá í gærkvöld. Úrslit þeirra voru eftirfarandi.
A-riðill:
Szeged – Vive Kielce 26:30 (14:14)
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kielce vegna meiðsla.
Flensburg – PSG 28:27 (19:10)
Staðan:
Vive Kielce 19(13), Flensburg 17(10), PSG 12(10), Meshkov Brest 11(12), Szeged 10(11), Porto 8(11), Vardar 6(10), Elverum 5(11).
B-riðill:
Motor Zaporozhye – Aalborg 27:29 (15:14)
Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg.
Nantes – Kiel 24:24 (12:9)
Zagreb – Veszprém 28:35 (11:17)
Staðan:
Barcelona 26(13), Veszprém 19(13), Aalborg 14(13), Kiel 12(11), Motor Zapotozhye 12(12), Nantes 11(13), Celje 6(12), Zagreb 0(13).