Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Alfredo Quintana, er látinn 32 ára gamall. Félagslið hans, FC Porto, greindi frá þessari sorgarfregn á samfélagsmiðlum í dag. Quintana fékk hjartaáfall á æfingu með Porto á mánudaginn og fór í hjartastopp. Hann komst ekki aftur til meðvitundar.
Quintana fæddist í Havana á Kúbu 20. mars 1988. Hann lék með landsliði Kúbu á HM 2009 og vann til verðlauna með landsliðinu á Mið-Ameríkuleikunum 2007 og í keppni Mið- og Suður-Ameríku árið eftir. Quintana öðlaðist portúgalskt ríkisfang 2011 og var gjaldgengur með landsliðinu þremur árum síðar. Hann var leikmaður Porto frá 2010 og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal 2014. Quintana var óumdeildur aðalmarkvörður landsliðsins til síðasta dags.
Quintana var m.a. með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar þar sem það hafnaði í 10. sæti. Hann og kom hingað til lands síðast í byrjun ársins og lék með portúgalska landsliðinu gegn íslenska landsliðinu í Schenkehöllinni 10. janúar.
Alls lék hann 66 landsleiki og tók þátt í HM og EM fyrir ári þegar portúgalska landsliðið hafnaði í sjötta sæti. Quintana, sem var litríkur leikmaður og glaðvær, átti stóran þátt í frábærum árangri portúgalska landsliðsins undanfarin og ekki síður Porto sem leikið hefur í Meistaradeild Evrópu, m.a. í vetur.
A mensagem que nunca pensámos partilhar: o nosso querido Alfredo Quintana partiu hoje. Serás para sempre lembrado como um dos nossos. Um verdadeiro Dragão. Descansa em paz, Eterno Quintana!
— FC Porto (@FCPorto) February 26, 2021
🔵⚪#FCPorto #FCPortoSports pic.twitter.com/3bEf1714gO