- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR og Fram komin í hóp með Haukum og ÍBV

Leikmenn ÍR mæta til leiks í Vestmannaeyjum í kvöld þegar úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

ÍR og Fram færðust upp að hlið ÍBV og Hauka með fjögur stig eftir þrjár umferðir með sigrum í leikjum sínum gegn KA/Þór og Stjörnunni í dag þegar þriðju umferð Olísdeildar kvenna lauk. Tvö síðarnefndu liðin eru áfram stigalaus á botninum. Fram vann með 10 marka mun, 32:22, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. ÍR lagði KA/Þór, 25:22, í talsverðum spennuleik í Skógarseli.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Framarar voru einu og tveimur skrefum á undan Stjörnunni í Mýrinni í dag, ekki síst eftir fyrstu 15 mínúturnar þegar Stjarnan náði að halda í við gesti sína. Framarar léku afar vel og nýttu sér mörg mistök í sóknarleik Stjörnunnar. Þar á ofan var markvarslan mun betri hjá Framliðinu. Munaði þar talsvert á.

Lena Margrét Valdimarsdóttir gerði gömlum samherjum sínum í Stjörnunni skráveifu, ekki síst í fyrri hálfleik.

Spenna í Skógarseli

Meiri spenna var í Skógarseli þar sem nýliðar ÍR tóku á móti KA/Þór í einum af hinum svokölluðu fjögurra stiga leikjum. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Eftir stundarfjórðung var forskot ÍR enn fjögur mörk. Leikmenn KA/Þórs hertu upp hugann og náðu að saxa verulega á forskotið fyrir lok hálfleiksins. Minnstur varð munurinn eitt mark.

KA/Þór komst yfir, 16:14, rétt fyrir miðjan síðari hálfleik. ÍR-ingar bitu frá sér og komust yfir og voru sterkari á lokakaflanum og unnu baráttusigur, 25:22.

Stjarnan – Fram 22:32 (11:16).
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 9/4, Eva Björk Davíðsdóttir 4/1, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Ivana Jorna Meincke 2, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1.
Varin skot: Sigrún Ásta Möller 5, 33,3% – Elísabet Millý Elíasardóttir 4/1, 15,4%.
Mörk Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 9/1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 5, Alfa Brá Hagalín 5, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 13, 38,2% – Ethel Gyða Bjarnasen 1/1, 50%.

ÍR – KA/Þór 25:22 (13:11).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 7/3, Karen Tinna Demian 4, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 13, 37,1%.
Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Nathalia Soares Baliana 6, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 12, 32,4%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -