- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Elvar Þór skoraði 11 mörk – Fjölnir tyllti sér á toppinn

Elvar Þór Ólafsson leikmaður Fjölnis. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Elvar Þór Ólafsson átti stórleik þegar Fjölnir vann Hörð, 35:30, í þriðju umferð Grill 66-deildar karla í handknattleik í Fjölnishöllinni í kvöld. Elvar Þór skorað 11 mörk og reyndist Ísfirðingum mjög erfiður. Fjölnismenn voru marki yfir í hálfleik 17:16.


Fjölnir tyllti sér í efsta sæti Grill 66-deildar karla með sigrinum með fimm stig að loknum fjórum leikjum. ÍR er stigi á eftir og á leik til góða. Hörður er í 5. sæti með stigin tvö sem liðið vann sér inn í viðureign við ungmennalið Víkings í fyrstu umferð.

Harðarmenn áttu í fullu tré og stundum gott betur gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Forskotið var lengst af eitt mark, á annan hvorn veginn. Ísfirðingar virtust vera að ná sér á strik snemma í síðari hálfleik þegar þeir skoruðu fjögur mörk í röð og komust yfir, 21:20. Fjölnismen voru á öðru máli og komust yfir á ný áður en Hörður jafnaði metin í síðasta sinn í leiknum, 24:24, um miðjan hálfleikinn. Fjölnir var sterkari síðasta stundarfjórðunginn.

Ólafur Brim Stefánsson sem hóf leiktíðina með Gróttu en samdi við félagslið í Kúveit á dögunum lék öðru sinni með Herði í kvöld.

Mörk Fjölnis: Elvar Þór Ólafsson 11, Björgvin Páll Rúnarsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 5, Viktor Berg Grétarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Dagur Logi Sigurðsson 2, Bernhard Snær Petersen 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 10.
Mörk Harðar: Sudario Eidur Carneiro 9, Endijs Kusners 7, Daníel Wale Adeleye 4, Ólafur Brim Stefánsson 4, Axel Sveinsson 3, Guilherme Carmignoli Andrade 2, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 10.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -