- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldrei vafi í Kaplakrika

Jón Bjarni Ólafsson, FH-ingur á auðum sjó. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH vann afar öruggan sigur á Þór frá Akureyri, 30:21, í Olísdeild karla í handknattleik í Kaplakrika í viðureign liðanna í 13. umferð deildarinnar. FH-ingar voru með átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 18:10.

Hafnfirðingar halda þar með áfram í öðru sæti deildarinnar. Þeir hafa nú 18 stig og eru stigi á eftir Haukum sem eiga eftir að ljúka leik við ÍBV síðar í kvöld. Þór er áfram næst neðstur með fjögur stig.


Þórsarar skoruðu tvö fyrstu mörkin í Kaplakrika í kvöld og voru einnig með forystu í stöðunni, 3:2. Eftir að FH komst yfir, 4:3, eftir um átta mínútur með marki Einars Arnar Sindrasonar, gaf liðið aldrei þumlung eftir.

Munurinn jókst eftir því sem á hálfleikinn leið, svo mjög að átta mörkum munaði þegar flautað var til hálfleiks.


Þórsurum gekk betur að halda í horfinu í síðari hálfleik og koma þar með í veg fyrir stærra tap en raun varð á. Staða liðsins er eftir sem áður grafalvarleg í næst neðsta sæti.

Egill Magnússon skoraði sex mörk fyrir FH í kvöld.Mynd/J.L.Long


Ásbjörn Friðriksson lék ekki með FH að þessu sinni. Eins og kom fram á handbolti.is þá tognaði hann í læri í viðureign ÍBV og FH fyrir hálfum mánuði. Meiðslin tóku sig upp gegn Val á mánudagskvöld. Hann sat þar af leiðandi yfir að þessu sinni.


Mörk FH: Egill Magnússon 6, Einar Rafn Eiðsson 5/1, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Ágúst Birgisson 3, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1, Hlynur Jóhannsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 12, 36,4%.
Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 6/2, Karolis Stropus 6, Þórður Ágústsson 5, Arnþór Gylfi Finnsson 2, Sigurður Kristófer Skjaldarson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkissn 11, 29,7% – Jovan Kukobat 5, 55,6%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -