FH verður án tveggja öflugra leikmanna í næstu viðureign liðsins í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Annarsvegar Emilíu Ósk Steinarsdóttur og hinsvegar Lara Zidek.
Báðar voru þær úrskurðaðar í eins leiks bann á fundi aganefnda HSÍ í gær í kjölfar útilokana vegna „sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik FH og Víkings í Grill deild kvenna þann 08.10.2023,“ eins og segir í úrskurði aganefndar HSÍ.
Einnig er athygli þeirra beggja vakin stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota.
Næsti leikur FH í Grill 66-deildinni verður gegn Fjölni í Kaplakrika 20. október en hlé stendur yfir keppni í deildinni þessa dagana vegna æfinga og leikja A-landsliðs kvenna og æfinga yngri landsliða.
FH er ásamt Selfossi með sex stig eftir þrjár umferðir í efstu tveimur sætum Grill 66-deildar kvenna.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.