- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingalið tók leikmenn Coburg í karphúsið

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Magdeburg, liðið sem Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson spila með, tók liðsmenn Coburg og hreinlega kjöldró þá í viðureign liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Coburg rekur lestina í deildinni en hefur veitt einstaka liði skráveifu á leiktíðinni. Þeir komust hinsvegar ekki upp með neitt múður á heimavelli Magdeburg í dag þar sem úrslit leiksins voru ráðin að loknum fyrri hálfleik ef ekki fyrr, slíkir voru yfirburðir Magdeburgliðsins. Gestirnir skoruðu aðeins átta mörk í fyrri hálfleik gegn 22 hjá Magdeburg sem slakaði aðeins á klónni í síðari hálfleik.


Lokatölur voru 43:22 Magdeburg í vil sem komst upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum.


Ómar Ingi skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítakasti. Einnig átti hann fimm stoðsendingar gegn ráðþrota varnarmönnum Coburg. Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar.


Magdeburgliðið skoraði átta fyrstu mörk leiksins á sjö mínútum. Liðsmenn Coburg vissu hreinlega ekki hvaða á þá stóð veðrið eða hvort þeir væru að koma eða fara. Eftir stundarfjórðungsleik var staðan 14:3.

Viggó markahæstur

Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Stuttgart með sex mörk í tveggja marka sigri liðsins á Leipzig á gamla heimavelli Viggós í Leipzig, 25:23. Viggó skoraði fjögur marka sinn út vítaköstum. Hann hefur oftast verið með betri nýtingu úr skotum utan af velli. Aðeins tvö af 10 rötuðu í netmöskvana.

Önnur úrslit í dag:
GWD Minden – Flensburg 28:29
Tusem Essen – Füchse Berlin 28:29


Staðan:
Flensburg 32 (18), Magdeburg 28 (19), Kiel 27 (15), Rhein-Neckar Löwen 26 (19), Füchse Berlin 25 (19), Bergischer 24 (20), Göppingen 23 (18), Leipzig 21 (19), Wetzlar 21 (19), Melsungen 19 (16), Stuttgart 19 (20), Lemgo 18 (19), Erlangen 18 (20), Hannover-Burgdorf 18 (20), GWD Minden 14 (19), Balingen 11 (19), Ludwigshafen 9 (19), Nordhorn 9 (19), Essen 7 (19), Coburg 7 (20).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -