Selfyssingurinn Tryggvi Þórsson hefur framlengt samning sinn við IK Sävehof, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Ekki kemur fram á heimasíðu félagsins hvort viðbótin er til eins eða tveggja ára. Tryggvi gekk til liðs við IK Sävehof sumarið 2022 frá uppeldisfélagi sínu Selfoss og hefur síðan vaxið fiskur um hrygg.
Fram kemur í tilkynningu IK Sävehof að Tryggvi eigi að baki 60 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann var m.a. í stóru hlutverki í bronsliði Íslands á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem fram fór í Grikklandi og í Þýskalandi í sumar.
Tryggvi hefur fyrst og fremst leikið sem varnarmaður hjá IK Selfoss enda heljarmenni að burðum auk þess að vera tveir metrar á hæð.
Jonathan Stenbäcken íþróttastjóri IK Sävehof segir í tilkynningu félagsins að vonir standi til að Tryggvi halda áfram að stíga skref framfara, jafnt í vörn sem sókn.