„Þetta var hrikalega erfiður leikur eins við mátti búast þegar komið er í KA-heimilið,“ sagði Stefán Árnarson aðstoðarþjálfari Aftureldingar í samtali við samfélagsmiðla KA í kvöld eftir að Aftureldingarmenn lögðu KA, 29:25, í níundu umferð Olísdeildar karla. Stefán þekkir hvern króka og kima í KA-heimilinu og veit því hvað hann syngur.
„KA-menn voru hrikalega beittir og spiluðu góða vörn. En það er alltaf gaman að koma í KA-heimilið og spila. Það var virkilega sterkt hjá okkur fara heim með tvö stig,“ sagði Stefán ennfremur.
Afturelding er í þriðja sæti eftir sigurinn í kvöld með 13 stig en KA situr í sjöunda sæti.
Tengt efni:
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.
Myndskeið: Var tækifæri til þess að vinna
Árni Bragi skoraði 12 mörk nyrðra – Aron og Jón Bjarni léku á oddi alsins
Lengra viðtal við Stefán er m.a. hægt að hlusta á hér fyrir neðan.