Ólafur Andrés Guðmundsson lék við hvern sinn fingur í kvöld þegar KF Karlskrona vann Lugi, 29:19, í Lundi í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ólafur fór fyrir sínu liði og skoraði fimm mörk í sjö skotum í þessum mikilvæga sigri en nýliðarnir slógu sannarlega ekki hendinni á móti tveimur stigum.
Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði ekki en var vafalaust fastur fyrir í vörninni.
Dagur Sverrir Kristjánsson var ekki leikmannahópi HF Karlskrona að þessu sinni vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af markverðinum Phil Döhler. Nafn hans er ekki að finna á leikskýrslunni að þessu sinni
Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik í Lundi, 11:11. Heimamenn misstu alveg móðinn í síðari hálfleik á sama tíma liðsmönnum HF Karlskrona óx ásmegin.
Hér fyrir neðan eru nokkur brot úr leiknum. Karlskrona leikur í gulum treyjum.
Kolla in killarnas bästa prestationer från kvällens match.Missade du matchen? Kolla in reprisen på Handbollsligan Live!➡️ https://t.co/TPR5rEX2f2 pic.twitter.com/lSR0XOhoIq
— HF Karlskrona (@HFKarlskrona) November 13, 2023
HF Karlskrona er þar með komið upp í 11. sæti af 14 liðum úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum níu leikjum. Lugi hefur einnig sex stig.
Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.
Fréttin hefur verið uppfærð.