- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og lærisveinar tóku Slóvena í kennslustund

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari þýska karlalandsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sýndi allar sínar bestu hliðar í dag þegar það lagði landslið Slóvena, 36:27, í annarri umferð 3. riðils forkeppni Ólympíuleikanna í Max Schmeling-íþróttahöllinni í Berlín. Sigurinn var risastórt skref fyrir Alfreð og þýska landsliðið í áttina að farseðlinum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar. Þýska liðið hefur þar með þrjú stig eftir tvo leiki og mætir lakasta liði riðilsins, Alsír, á morgun.


Þýska landsliðið fór á kostum í dag. Það keyrði hreinlega yfir Slóvena í 45 mínútur. Að loknum fyrri hálfleik var staðan, 22:12, Þjóðverjum í vil og þeir voru með 12 marka forskot þegar síðari hálfleikur var hálfnaður, 30:18.
Marcel Schiller, sem tryggði Þjóðverjum mikilvægt stig í jafntefli gegn Svíum í gær, var markahæstur í dag með sjö mörk. Samherjarnir frá Melsungen, Julius Kühn og Timo Kastening voru næstir á blaði með sex og fimm mörk.

Blaz Blagotinsek skoraði fimm mörk fyrir Slóvena


Andreas Wolff, sem margir undruðust yfir að var hvíldur í leiknum í gær, mætti til leiks af krafti í dag og varði allt hvað af tók framan af leik.


Slóvenar og Svíar mætast í úrslitaleik á morgun um keppnisrétt á Ólympíuleikunum. Svíar unnu Alsírbúa, 36:25, í seinni leik dagsins í riðlinum. Þar með eru Svíar komnir með þrjú stig eftir tvo leiki eins og Þjóðverjar, Slóvenar tvö stig og Alsírbúar eru án stiga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -