Rúmenska liðið H.C. Dunarea Braila, sem lagði Val í fyrri umferð undankeppni Evrópudeildar kvenna í handknattleik, vann þýska liðið Borussia Dortmund öðru sinni í dag í síðari umferð undankeppninnar, 27:22, í Braila í Rúmeníu. Dunarea Braila vann einnig fyrri viðureignina, 25:24, sem fram fór í Þýskalandi fyrir viku.
Dunarea Braila tekur þar með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en leikmenn þýska liðsins sitja eftir með sárt ennið. Úrslitin í leikjum Dunarea Braila og Dortmund undirstrikar hversu góður árangur Vals var í leikjunum en það hélt rúmenska liðinu vel við efnið í Origohöllinni í fyrri viðureigninni.
Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram skoraði þrjú mörk fyrir Dortmund í leiknum í Rúmeníu.
Einn Íslendingur
Axel Stefánsson þjálfari norska liðsins Storhamar verður eini Íslendingurinn í eldlínunni í Evrópudeild kvenna í handknattleik þegar hún hefst í febrúar. Storhamar vann sænska liðið H 65 Höörs HK í dag þegar liðin mættust í Svíþjóð, 36:32. Storhamar vann fyrri viðureignina á heimavelli, 37:28.
Stohamar verður með í riðlakeppninni eins og Dunarea Braila og 14 önnur lið.