- Auglýsing -
- Norska landsliðið í handknattleik karla hefur svo gott sem tryggt sér þátttökurétt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í fyrsta sinn frá árinu 1972. Noregur vann Chile, 38:23, í annarri umferð 1. riðils forkeppni leikanna í gær og hefur þar með fjögur stig eftir tvo leiki. Brasilía stendu vel að vígi í keppninni um hinn farseðilinn. Brasilía vann Suður-Kóreu í gær, 30:24, og hefur tvö stig eins og Suður-Kórea sem mætir Noregi í dag. Brasilía leikur vi Chile.
- Króatar risu upp úr öskustónni eins og fuglinn Fönux í síðari hálfleik gegn Portúgal í leik þjóðanna í öðrum riðli forkeppni leikanna. Portúgalar voru sterkari lengi vel í leiknum en töpuðu niður þræðinum á endasprettinum og máttu játa sig sigraða, 25:24. Frakkland lagði Túnis, 40:29, og hefur 4 stig og er efst í riðlinum. Króatar hafa tvö stig eins og Portúgalar sem mæta Frökkum í lokaumferðinni í dag. Króatar leika þá við Túnisbúa.
- Þýska handknattleiksliðinu Thüringen hefur tekist að lokka þýsku landsliðskonuna Kim Braun í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil. Braun, sem nú leikur með Bietigheim, á að hlaupa í skarðið fyrir Ina Grossmann sem ætlar að rifa seglin í sumar.
- Iveta Koresova kveður Thüringen í sumar og gengur til liðs við Banik Most. Mikil eftirsjá verður af Koresovu, eftir því sem Herbert Müller þjálfari Thüringen segir en hann segir Koresovu vera einn besta leikmann Thüringen frá upphafi vega.
- Auglýsing -