- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Janus Daði með Magdeburg á toppinn

Janus Daði Smárason leikmaður SC Magdeburg. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg læddu sér upp í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag með sannfærandi sigri á neðsta liði deildarinnar Balingen-Weilstetten, 34:28, þegar leikmönnum félaganna laust saman í SparkassenArena í Balingen í suðurhluta Þýskalands.


Balingenmenn voru lengi vel sýnd veiði en ekki gefin að þessu sinni. Aðeins munaði einu marki á liðunum þegar fyrri hálfleikur var afstaðinn, 16:15, fyrir Magdeburg.

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon léku við hvurn sinn fingur. Ómar Ingi skoraði fimm mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum. Janus Daði skoraði þrisvar og átti fimm stoðsendingar.


Oddur Gretarsson skoraði þrisvar úr vítaköstum fyrir Balingen. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark.

Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason voru í sigurliði Rhein-Neckar Löwen í öruggum sigri á Wetzlar, 26:21, í Mannheim. Leikmenn Wetzlar hafa verið að færa sig upp á skaftið upp á síðastið. Þeir fengu ekki að halda því áfram í heimsókn til Mannheim.

Ýmir Örn skoraði tvö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen. Arnór Snær Óskarsson skoraði ekki mark. Hann átti eina stoðsendingu.

Staðan í 1. deild þýska handknattleiksins í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -