- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Áfram þriggja lið kapphlaup – úrslit dagsins og staðan

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kapphlaup Fjölnis, ÍR og Þórs um efsta sæti Grill 66-deildar karla er áfram í algleymi þegar deildarkeppnini er svo gott sem hálfnuð. Eftir sigur Fjölnis á ungmennaliðið KA í gærkvöld, 33:28, þá unnu Þór og ÍR viðureignir sínar í dag á sannfærandi hátt. Þór lagði ungmennalið Víkings með sex marka mun í Höllinni á Akureyri, 39:33 þar sem Aron Hólm Kristjánsson var atkvæðamestur heimamanna með átt mörk. Sigurður Ringsted Sigurðsson skoraði sjö sinnum.


ÍR lagði ungmennalið Hauka, 35:31, á Ásvöllum og hefur þar með 12 stig, er stigi á eftir Fjölni og Þór.

Eftir erfiða byrjun í haust er Hörður frá Ísafirði að sækja í sig veðrið. Liðið lagði HK U í Kórnum í dag, 34:28. Harðarmenn sæta færis þremur stigum á eftir ÍR og munu nota tækifærið ef liðin fyrir ofan misstíga sig í kapphlaupinu og blanda sér enn frekar í toppbaráttuna.

Ungmennalið Fram er efst í Grill 66-deildinni, einu stigi framar en Þór og Fjölni. Þótt Framarar vinni deildina þegar upp verður staðið þá kemst liðið ekki í Olísdeildina. Eiður Rafn Valsson skoraði 10 mörk fyrir Fram U í sigri á Val U snemma dags í Origohöllinni. Daníel Örn Guðmundsson var atkvæðamestur Valsara með átta mörk. Hann skoraði síðan tvö mörk til viðbótar í kvöld í sigurleik A-liðs Vals á HC Motor í Evrópubikarkeppninni.

Staðan í Grill 66-deildum.

Leikir og úrslit dagsins í Grill 66-deild karla:

Valur U – Fram U 31:33 (15:20).

Mörk Vals U.: Daníel Örn Guðmundsson 8, Dagur Leó Fannarsson 7, Hlynur Freyr Geirmundsson 5, Jakob Felix Pálsson 4, Jóhannes Jóhannesson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Knútur Gauti Kruger 1, Tómas Sigurðarson 1, Loftur Ásmundsson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 11, Stefán Pétursson 7. 
Mörk Fram U.:  Eiður Rafn Valsson 10, Bjartur Már Guðmundsson 8, Marel Baldvinsson 6, Theodór Sigurðsson 3, Max Emil Stenlund 2, Dagur Fannar Möller 2, Benjamín Björnsson 2.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 8. 

Þór – Víkingur U 39:33 (19:16).

Mörk Þórs:  Aron Hólm Kristjánsson 8, Sigurður Ringsted Sigurðsson 7,  Brynjar Hólm Grétarsson 6, Þormar Sigurðsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Friðrik Svavarsson 2, Halldór Yngvi Jónsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 13, Tómas Ingi Gunnarsson 3.
Mörk Víkings U.: Benedikt Emil Aðalsteinsson 14, Kristófer Snær Þorgeirsson 6, Nökkvi Gunnarsson 5, Arnar Gauti Arnarsson 3, Sigurður Páll Matthíasson 3, Arnar Már Ásmundsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1.
Varin skot: Heiðar Snær Tómasson 8, Hinrik Örn Jóhannsson 5.

Haukar U – ÍR 31:35 (14:18).

Mörk Hauka U.: Sigurður Snær Sigurjónsson 7, Birkir Snær Steinsson  6, Egill Jónsson 6,  Kristinn Pétursson 4, Freyr Aronsson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 1, Bóas Karlsson 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Páll Þór Kolbeins 1. 
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 12, Magnús Gunnar Karlsson 4.
Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 8, Bernard Kristján Darkoh 6, Baldur Fritz Bjarnason 4, Bjarki Steinn Þórisson 4, Bergþór Róbertsson 3, Eyþór Ari Waage 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Viktor Freyr Viðarsson 3,  Róbert Snær Örvarsson 1. 
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 14.

HK U – Hörður 28:34 (13:20).

Mörk HK U.: Marteinn Sverrir Bjarnason 6, Ágúst Guðmundsson 4, Haukur Ingi Hauksson 4, Benedikt Þorsteinsson 2, Elmar Franz Ólafsson 2, Davíð Elí Heimisson 2,  Egill Már Hjartarson 2, Kristófer Stefánsson 2, Ingibert Snær Erlingsson 2, Ísak Óli Eggertsson 1, Örn Alexandersson 1.
Varin skot: Einar Gunnar Guðjónsson 5, Sigurður Jökull Ægisson 3.
Mörk Harðar: Axel Sveinsson 8, Jose Esteves Neto 5,  Tugberk Catkin 5,  Jhonatan C. Santos 5, Kenya Kasahara 3, Óli Björn Vilhjálmsson 3, Guilherme Carmignoli Andrade 2, Endijs Kusners 2, Daníel Wale Adeleye 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 13, Albert Marzelíus Hákonarson 1.

Staðan í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -