Forseti Íslands, Hr. Guðni Thorlacius Jóhannesson, hefur sent Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands stuðningsyfirlýsingu og kveðju á reikningi embættisins á Twitter. Gerir hann það vegna hótunar sem Alfreð barst í pósti fyrr í vikunni og talsvert hefur eðlilega verið fjallað um.
„Landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason er góður vinur og ég stend þétt við bakið á honum á þessum tímum. Þjóðverjar eru heppnir að vera með handboltasnilling eins og Alfreð við stjórnvölinn hjá sér. Við erum ánægð með samstöðu þýska handknattleikssambandsins í málinu og sendum góðar kveðjur frá Íslandi,“ segir í stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands sem afrit birtist af hér fyrir neðan.
Bundestrainer Alfreð #Gislason ist ein guter Freund und ich unterstütze seine Familie und ihn in dieser Zeit. 🇩🇪 kann sich glücklich schätzen, dieses Handball-Genie in seinen Reihen zu haben. Wir begrüßen es, dass @DHB_Teams seine Solidarität gezeigt hat. Freundliche Grüße aus 🇮🇸
— President of Iceland (@PresidentISL) March 17, 2021