- Auglýsing -
Franska B-deildarliðið Nancy vann í kvöld sinn þriðja leik í röð eftir að Elvar Ásgeirsson gekk til liðs við það í síðasta mánuði. Nancy vann Sarrebourg, 35:23, á heimavelli eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:8.
Elvar skoraði þrjú mörk í fjórum skotum og stjórnaði sóknarleik liðsins af röggsemi eins og síðustu leikjum.
Pontault komst aftur í efsta sæti deildarinnar í kvöld með naumum sigri á Billere, 30:29, á heimavelli. Pontault hefur 26 stig eins og Saran. Nancy og Cerbourg koma þar á eftir með 24 stig hvort lið. Massy Essonne er með 20 stig og Dijon 19. Tvö efstu liðin fara beint upp í vor en ennþá eru níu umferðir eftir.
- Auglýsing -