Sigur franska landsliðsins á Svíum í gær varð til þess að danska landsliðið varð það þriðja til þess að öðlast farseðil í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í sumar.
Annað sæti Dana á EM tyggir danska landsliðinu keppnisréttinn. Danir geta þar með brosað í gegnum tárin sem féllu eftir tapið fyrir Noregi í undanúrslitaleik HM í gær.
Frakkland tekur þátt í handknattleikskeppni leikana í sumar sem gestgjafi. Þar af leiðandi strikast árangur franska landsliðsins á HM út. Hvort sem norska landsliðið tapar eða vinnur úrslitaleikinn þá fer Noregur inn á ÓL í sæti heimsmeistara. Vegna þess að norska landsliðið er einnig Evrópumeistari þá fer danska landsliðið, sem silfurlið EM í fyrra, inn sem Evrópumeistari.
Fjórir álfumeistarar auk heimsmeistara og gestgjafa er helmingur þátttökuliðanna 12 í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna.
Sex sætunum sem þegar hefur ráðstafað í handknattleikskeppni kvenna á ÓL skiptast niður á eftirtaldar þjóðir:
Frakkland – gestgjafi.
Danmörk – frá Evrópumótinu 2022.
Asía – Suður Kórea.
Afríka – Angóla.
Suður Ameríka – Brasilía.
Noregur – frá heimsmeistaramótinu 2023.
Forkeppni ÓL í apríl
Forkeppni fyrir Ólympíuleikana fer fram í þremur fjögurra liða riðlum 11. – 14. apríl á næsta ári. Tvö lið úr hverjum riðli tryggir sér þátttökurétt á ÓL.
Svíar sem leika við Dani um bronsverðlaun taka sæti í forkeppnisriðli væntanlega með Spáni, Kamerún (2. sæti Afríka), og Japan (2. sæti Asía). Annars skýrist nákvæmlega eftir úrslitaleikina fjóra á morgun hvernig raðast í riðla forkeppni ÓL í apríl.