Sunna Jónsdóttir er ekki í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins, sem mætir Litháen klukkan 18 í kvöld í Skopje. Sunna meiddist í upphitun fyrir leikinn gegn Grikklandi í gær. Þá er Steinunn Björnsdóttir áfram óleikfær sökum meiðsla, sem hún hlaut gegn Norður-Makedóníu í fyrradag.
Þeir fimmtán leikmenn, sem Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hefur valið í hópinn fyrir leikinn í dag eru:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (27/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (4/0)
Saga Sif Gísladóttir, Valur (1/0)
Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (4/5)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (60/121)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (38/30)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (2/2)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (39/79)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (36/67)
Lovísa Thompson, Valur (21/35)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (28/34)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (96/201)
Sigríður Hauksdóttir, HK (18/39)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (42/55)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (2/1)
Viðureign Íslands og Litháen hefst klukkan 18 í dag og mun handbolti.is tengjast streymi frá leiknum eins og í fyrri tveimur viðureignum Íslands í forkeppninni. Tengill á streymið verður kynntur þegar nær dregur viðureigninni.