- Auglýsing -
Íslenska karlalandsliðið stefnir á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer 14. – 17. mars í þremur fjögurra liða riðlum. Víst er að þrjú evrópsk landslið verða í tveimur riðlanna. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikanna sem fram fara í París og Lille (handknattleikur) frá 25. júlí til 11. ágúst í sumar.
Hver er staðan í keppni um sæti í forkeppni ÓL?
- Eftir HM fyrir ári eru sex þjóðir öruggar um sæti í forkeppni ÓL:
Spánn – Svíþjóð – Þýskaland – Noregur – Ungverjaland. - Tvær eru komnar með annan fótinn í forkeppni ÓL
Króatía* og Slóvenar.** - *Króatar fá sæti í forkeppninni ef Egyptar verða Afríkumeistarar í janúar.
- **Slóvenar fá sæti í forkeppninni ef Egyptar verður Afríkumeistarar og Danir, Frakkar, Spánverjar, Svíar, Þjóðverjar, Norðmenn eða Ungverjar verða Evrópumeistarar.
- Tvær af eftirtöldum þjóðum fá sæti í forkeppni ÓL í gegnum EM2024:
- Ísland, Norður Makedónía, Sviss, Austurríki, Rúmenía, Serbía, Svartfjallaland, Pólland, Færeyjar, Holland, Georgía, Bosnía, Portúgal, Grikkland, Tékkland.
- Danir eru heimsmeistarar eru þar af leiðandi komnir með þátttökurétt ÓL.
- Frakkar eru gestgjafar ÓL eiga þar af leiðandi frátekið sæti.
- Japan og Argentína eru einnig örugg um keppnisrétt á HM.
- Afríkukeppnin fer fram 17. til 27. janúar. Sigurliðið fer á ÓL.
- Evrópumeistararnir fá einnig farseðil á ÓL. Ef Danir eða Frakkar verða heimsmeistarar þá er það næsta landslið á eftir.
- Auglýsing -