- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með tögl og hagldir í Austurbergi

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Framarar færðust upp í áttunda sæti Olísdeildar karla í kvöld með öruggum sigri á lánlausum leikmönnum ÍR, 29:23, í íþróttahúsinu í Austurbergi. Framarar voru með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og virtist aldrei vera sennilegt að ÍR-ingar gerðu þeim skráveifu.


Fram er þar með komið með 16 stig og er stigi fyrir ofan KA sem hefur færst niður um tvö sæti eftir leikina tvo sem fram fóru í deildinni í kvöld. Fram-liðið hefur jafn mörg stig og Stjarnan og Selfoss og á auk þess leik til góða á þau bæði. Safamýrarliðið er þar með til alls líklegt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.


ÍR er sem fyrr stigalaust, eitt og yfirgefið í neðsta sæti, eftir að hafa lokið fimmtán leikjum.


Það var rétt á fyrstu mínútum leiksins í kvöld sem ÍR-liðð stóð aðeins í Fram. Eftir að lærisveinar Sebastians Alexanderssonar náðu tökum á leiknum þá létu þeir þau aldrei af hendi þótt inni á milli hafi ÍR-ingar gert nokkrar tilraunir til að færa sig upp á skaftið.


Fram var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14. ÍR tókst í tvígangi í síðari hálfleik að minnka muninn í tvö mörk. Nær komust þeir ekki.


Mörk ÍR: Gunnar Valdimar Johnsen 4, Ólafur Malmquist 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Ólafur Haukur Matthíasson 1, Eyþór Vestmann 1, Eggert Sveinn Jóhannsson 1, Viktor Sigurðsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, 26,9% – Óðinn Sigurðsson 2, 16,7%.
Mörk Fram: Stefán Darri Þórsson 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Breki Dagsson 3, Vilhelm Poulsen 3, Matthías Daðason 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Arnar Snær Magnússon 2, Ólafur Jóhann Magnússon 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 15, 39,5%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -