- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta treysti stöðu sína með öruggum sigri

Sigurjón Friðbjörn Björnsson er hættur þjálfun kvennaliðs Gróttu samkvæmt heimildum handbolta.is Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta lagði ungmennalið Vals í upphafsleik 13. umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld, 27:23. Grótta treysti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Valsliðið situr í sjöunda sæti af 10 liðum með 10 stig.

Leikurinn fór fjörlega af stað og leikurinn í járnum fyrstu mínúturnar. Það var um miðjan fyrri hálfleik sem Grótta náði góðu forskoti og var með fimm marka forystu í hálfleik, 14:9.

Grótta hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og hafði tögl og hagldir. Þegar um 20 mínútur voru eftir kom góður kafli hjá Valsliðinu sem minnkaði muninn í þrjú mörk. Þá sögðu leikmenn Gróttu hingað og ekki lengra. Nær komst Valsliðið ekki og Grótta vann sanngjarnan fjögurra marka sigur.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk Gróttu: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 6, Karlotta Óskarsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 14.

Mörk Vals U.: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 9, Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Katla Margrét Óskarsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -