Handknattleikssamband Svíþjóðar hefur lagt inn formleg mótmæli vegna jöfnunarmarks Frakkans Elohim Prandi í lok venjulegs leiktíma í undanúrslitaleik Frakklands og Svíþjóðar í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í kvöld. Prandi jafnaði metin, 27:27, beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti. Þar með var leikurinn framlengdur og þá höfðu Frakkar betur.
Mark Prandi var vissulega glæsilegt er það virðist hinsvegar ekki hafa átt að fá að standa vegna þess að hann færir sig af vinstri fæti yfir á þann hægri áður en hann kastar boltanum nánast framhjá varnarvegg sænska landsliðsins.
Svíar eru einnig ósáttir við fleiri ákvarðanir dómaranna á síðustu sekúndum leiksins.
ELOHIM PRANDI SENDS US INTO EXTRA TIME 🤯🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/NJRaVdZyLc
— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
Ef tíðindaritari handbolta.is er ekki á algjörum villigötum þá mun það vera ólöglegt að taka aukakast með þessum hætti eftir að leiktíminn er úti. Því miður eru hinsvegar dæmi um að röng mörk af þessu tagi hafi staðið.
Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður Makedóníu dæmdu leikinn.

Ef að líkum lætur verður markið látið standa enda mistök dómara hluti af leiknum eins og mýmörg dæmi sanna.
Eins og kemur fram í myndskeiði fyrir neðan myndina þá segir Hanna Fogelström talsmaður sænska handknattleikssambandsins að svars frá EHF sé að vænta í hádeginu á morgun.
JUST NU: Sverige har lämnat in en protest mot slutscenerna i semifinalen mot Frankrike
— Viaplay Sport SE (@ViaplaySportSE) January 26, 2024
Svaret kommer i morgon vid lunch enligt landslagschef Hanna Fogelström. pic.twitter.com/AUzOVJltNN