ÍR, Selfoss og Valur komust í kvöld í undanúrslit í Poweradebikar kvenna í handknattleik sem leikin verður í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 6. mars. Annað kvöld skýrist hvort Grótta eða Stjarnan verður fjórða liðið sem mætir til leiks í Höllinni. Stjarnan sækir Gróttu heim í Hertzhöllina klukkan 20.
Valur er í undanúrslitum sjötta árið í röð. Selfoss var einnig í undanúrslitum á síðasta ári.
Liðin eru 24 ár síðan ÍR var síðast í undanúrslitum í bikarkeppninni í kvennaflokki og áður hafði lið félagsins náð þrisvar í undanúrslit á níunda áratug síðustu aldar.
ÍR lagði HK örugglega, 31:21, í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:8. Ef undan eru skildar fyrstu 10 mínúturnar voru ÍR-ingar með öruggt forskot í leiknum.
Valur vann Hauka í stórleik umferðarinnar sem stóð svo sannarlega undir nafni á heimavelli Vals. Leikurinn var mjög góður, hraður og skemmtilegur. Valur var skrefi á undan nær allan tímann. Haukum tókst að jafna metin, 24:24, þegar um 11 mínútur voru til leiksloka. Valur skoraði þá fjögur mörk í röð og náð forskoti sem Haukum tókst aldrei ógna aftur.
Thea Imani Sturludóttir var frábær í liði Vals. Hún skoraði 10 mörk. Annars dreifðist álagið betur milli leikmanna Valsliðsins. Hjá Haukum báru Elín Klara Þorkelsdóttir og Sara Odden leik liðsins uppi. Þær skoruðu 10 mörk hvor en aðeins fór að draga af þeim þegar nær dró leikslokum.
Átta liða úrslitin hófst í Sethöllinni á Selfossi klukkan 18.30 í kvöld þegar KA/Þór sótti Selfoss heim. Því miður var sú viðureign aldrei spennandi. Selfoss skoraði 10 af fyrstu 11 mörkum leiksins á fyrstu 16 mínútunum.
Valur – Haukar 32:28 (17:14).
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 10, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7/4, Lilja Ágústsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 10, 27% – Arna Sif Jónsdóttir 1.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10/4, Sara Odden 10, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8/1, 23,5% – Elísa Helga Sigurðardóttir 0.
HK – ÍR 21:31 (8:14).
Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 7, Aníta Eik Jónsdóttir 4, Katrín Hekla Magnúsdóttir 4, Aníta Björk Bárðardóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 1, Anna Valdís Garðarsdóttir 1, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Leandra Náttsól Salvamoser 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 7.
Mörk ÍR: Vaka Líf Kristinsdóttir 5, Karen Tinna Demian 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Katrín Tinna Jensdóttir 3, María Leifsdóttir 3, Erla María Magnúsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 11.
Selfoss – KA/Þór 34:15 (19:6).
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 15, Perla Ruth Albertsdóttir 8, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 18, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1.
Mörk KA/Þórs: Nathalia Soares Baliana 3, Isabella Fraga 2, Telma Lísa Elmarsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 2, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Aþena Einvarðsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 10, Sif Hallgrímsdóttir 4.