- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Glenn Solberg landsliðsþjálfari Svía í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þótt enn séu þrjár vikur þangað til Svíar mæta Rúmenum í undankeppni EM karla í handknatteik þá veit Norðmaðurinn Glenn Solberg þjálfari karlalandsliðs Svía í handknattleik að ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Solberg tilkynnti í morgun hvaða 17 leikmenn hann hefur í hyggju að tefla fram í þremur síðustu leikjum Svía í undankeppni EM, gegn Rúmenum 28. apríl, Svartfellingum 30. apríl og á móti Kósóvó á heimavelli 2. maí. Viðureignirnar við Rúmena og Svartfellinga fara fram á útivelli Svía.


Þetta er nánast sama lið og Solberg tefldi fram á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í byrjun ársins þar sem Svíar kræktu í silfurverðlaun.


Svíar standa vel að vígi í undankeppni EM 2022 eftir að hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Allt þarf að ganga á afturlöppunum hjá þeim í þremur síðustu leikjunum svo að þeir verði af farseðilinum á EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.


Markverðir:
Peter Johannesson, TBV Lemgo, 14/0.
Andreas Palicka, Rhein-Neckar Löwen, 118/7.
Mikael Aggefors, Ålborg Håndbold, 32/0.
Vinstra horn:
Hampus Wanne, SG Flensburg-Handewitt, 43/134.
Lucas Pellas, Montpellier HB, 28/84.
Línumenn:
Max Darj, Bergischer HC, 77/59.
Fredric Pettersson, Montpellier HB, 68/87.
Anton Lindskog, HSG Wetzlar, 24/15.
Hægra horn:
Niclas Ekberg, THW Kiel, 180/740.
Daniel Pettersson, SC Magdeburg, 41/110.
Vinstri skyttur:
Jonathan Carlsbogård, TBV Lemgo, 14/34.
Alfred Jönsson, TSV Hannover-Burgdorf, 15/17.
Oskar Sunnefeldt, THW Kiel, 9/11.
Miðjumenn:
Felix Claar, Ålborg Håndbold, 22/36.
Jim Gottfridsson, SG Flensburg-Handewitt, 103/343
Hægri skyttur:
Albin Lagergren, Rhein-Neckar Löwen, 60/174.
Linus Persson, US Ivry, 27/59.

Athygli vekur að línumaðurinn sterki hjá Veszprém, Andreas Nilsson, er enn úti í kuldanum hjá Solberg. Það kastaðist í kekki milli þeirra fyrir HM og þar við situr.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -