- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66karla: Fjölnir efstur en önnur lið eru skammt undan – Maier skellti í lás

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fjölnir stendur best að vígi af þeim liðum sem eiga möguleika á að komast beint upp í Olísdeild karla á næstu leiktíð eftir að fjórir leikir fóru fram í Grill 66-deild karla í dag. Fjölnismenn lögðu ungmennaliða Víkings, 29:22, í Safamýri. Fjölnir hefur 19 stig eftir 14 leiki af 18. ÍR er stigi á eftir með 18 stig en á leik inni. ÍR-ingar gerðu jafntefli við efsta lið deildarinnar, Fram U, 26:26, í fyrsta heimaleiknum í 84 daga.

Maier fór hamförum á Torfnesi

Þjóðverjinn Jonas Maier fór hamförum í marki Harðar á Torfnesi þegar liðið lagði Þór, 29:24. Maier varði 24 skot, 50% hlutfallsmarkvarsla og kunnu Ísfirðingar svo sannarlega að meta vasklega frammistöðu kappans sem kom til Harðar í desember.

Þór er jafn ÍR að stigum, með 18, en hefur lokið einum leik fleira. Fjölnir, ÍR og Þór standa best að vígi í toppbaráttu Grill 66-deildar vegna þess að efsta liðið, Fram U, getur ekki gert sér vonir um að færast upp um deild. Harðarmenn liggja í leyni fjórum stigum á eftir Þór og ÍR eins og sjá má á stöðunni, en hlekk á hana er að finna hér fyrir neðan.

Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.

Hörður – Þór 29:24 (14:13).
Mörk Harðar: Endijs Kusners 8, José Esteves Neto 7, Jhonatan C. Santos 4, Daníel Wale Adeleye 3, Guilherme Carmignoli Andrade 3, Kenya Kasahara 2, Tugberk Catkin 2.
Varin skot: Jonas Maier 24.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 4, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 2, Sveinn Aron Sveinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8.

Víkingur U – Fjölnir 22:29 (11:18).
Mörk Víkings U.: Benedikt Emil Aðalsteinsson 7, Kristófer Snær Þorgeirsson 4, Arnar Gauti Arnarsson 3, Ísak Örn Guðbjörnsson 2, Nökkvi Gunnarsson 2, Leó Már Jónsson 1, Einar Marteinn Einarsson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1, Adam Örn Guðjónsson 1.
Varin skot: Hinrik Örn Jóhannsson 8, Heiðar Snær Tómasson 5.
Mörk Fjölnis: Elvar Þór Ólafsson 8, Viktor Berg Grétarsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 4, Tómas Bragi Starrason 3, Victor Máni Matthíasson 2, Dagur Logi Sigurðsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 11, Bergur Bjartmarsson 5.

ÍR – Fram U 26:26 (11:11).
Mörk ÍR: Hrannar Ingi Jóhannsson 6, Baldur Fritz Bjarnason 4, Róbert Snær Örvarsson 4, Bernard Kristján Darkoh 3, Bjarki Steinn Þórisson 3, Eyþór Ari Waage 3, Jökull Blöndal Björnsson 2, Andri Freyr Ármannsson 1.
Varin skot: Rökkvi Pacheco Steinunnarson 19.
Mörk Fram U.: Arnþór Sævarsson 9, Eiður Rafn Valsson 5, Marel Baldvinsson 4, Benjamín Björnsson 3, Bjartur Már Guðmundsson 3, Tindur Ingólfsson 2.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 17, Garpur Druzin Gylfason 1.

HK U – Valur U 27:27 (13:14).
Mörk HK U.: Ágúst Guðmundsson 5, Benedikt Þorsteinsson 5, Haukur Ingi Hauksson 5, Marteinn Sverrir Bjarnason 4, Arnór Róbertsson 2, Egill Már Hjartarson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Davíð Elí Heimisson 1, Mikael Máni Jónsson 1.
Varin skot: Patrekur Guðni Þorbergsson 8, Sigurður Jökull Ægisson 4.
Mörk Vals U.: Tómas Sigurðarson 7, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 6, Dagur Leó Fannarsson 4, Knútur Gauti Kruger 3, Daníel Montoro Montoro 2, Hlynur Freyr Geirmundsson 2, Jóhannes Jóhannesson 2, Matthías Ingi Magnússon 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 10.

Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -