- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni sagður á leiðinni í dönsku úrvalsdeildina

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði átta mörk fyrir Skanderborg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er sagður ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Skanderborg AGF í sumar samkvæmt heimildum Århus Stiftstidende. Þar kemur ennfremur fram að Donni sé í heimsókn hjá félaginu og hafi m.a. verið á meðal áhorfenda á leik Skanderborg AGF og TTH Holstebro sem fram fór í gærkvöld.

Donni er frá keppni um þessar mundir vegna meiðsla í öxl. Samningur hans við franska liðið PAUC rennur út við lok leiktíðar í vor. Hann hefur verið að horfa í kringum sig síðustu vikur.

Forráðamenn Skanderborg AGF hafa í hyggju að blása í herlúðra fyrir næstu leiktíð og gera alvarlega atlögu að liðunum í efri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar og um leið sækja fram í Evrópukeppninni. Hafa þeir þegar samið við sterka leikmenn og hafa í hyggju að styrkja lið sitt meira og fá leikmenn eins og Donna til að leggjast á árar.

Skanderborg er bær nokkru sunnan við Árósa. Skanderborg AGF var til fyrir þremur árum þegar Skanderborg Håndbold og Århus Håndbold gengu í eina sæng. Sem stendur er liðið í 10. sæti af 14 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 23 umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -