- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss kvaddi deildina með stórsigri – úrslit, markaskor og lokastaðan

Harpa Valey Gylfadóttir, Selfoss, skoraði gegn Gróttu í kvöld. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Deildarmeistarar Selfoss luku keppni í Grill 66-deild kvenna með glæsibrag og stórsigri á FH, 42:21, í Kaplakrika í dag. Selfoss hafði mikla yfirburði í deildinni á leiktíðinni og vann allar sínar átján viðureignir örugglega. Þar með er leiktímabilinu lokið hjá liðinu en aðeins eiga nokkrir leikmenn liðsins eftir að taka þátt í landsleikjum

FH varð í fjórða sæti Grill 66-deildar og mætir Aftureldingu í 1. umferð umspils Olísdeildar kvenna sem hefst fimmtudaginn 11. apríl.

Grótta hafnaði í öðru sæti, átta stigum á eftir Selfossi. Seltirningar unnu Víking með fimm marka mun, 30:25, í Safamýri í lokaumferðinni. Víkingar eru í þriðja sæti þegar upp er staðið og náði sínum besta árangri um árabil.

Grótta og Víkingur mætast aftur í fyrstu umferð umspilsins í allt að þriggja leikja rimmu. Sigurliðið leikur við Aftureldingu eða FH í úrslitum um sæti í Olísdeildinni.

Lokastaðan í Grill 66-deild kvenna.

FH – Selfoss 21:42 (13:22).
Mörk FH: Ena Car 6, Emilía Ósk Steinarsdóttir 5, Karen Hrund Logadóttir 4, Dagný Þorgilsdóttir 2, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Ísabella Jórunn Mueller 1.
Varin skot: Bára Björg Ólafsdóttir 3, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 2.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 12, Harpa Valey Gylfadóttir 9, Arna Kristín Einarsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 4,Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Inga Sól Björnsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 13.

Víkingur – Grótta 25:30 (13:13).
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 11, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Áróra Eir Pálsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 18.
Mörk Gróttu: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 7, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 4, Edda Steingrímsdóttir 3, Karlotta Óskarsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Arndís Áslaug Grímsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 2, Ólöf María Stefánsdóttir 2.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 9.

Fram U – Haukar U 27:23 (13:15).
Mörk Fram U.: Valgerður Arnalds 7, Sara Rún Gísladóttir 5, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 4, Íris Anna Gísladóttir 3, Silja Katrín Gunnarsdóttir 3, Matthildur Bjarnadóttir 3, Silja Jensdóttir 2.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 24.
Mörk Hauka U.: Ester Amíra Ægisdóttir 8, Brynja Eik Steinsdóttir 7, Rósa Kristín Kemp 3, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 3, Katrín Inga Andradóttir 1, Hildur Sóley Káradóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 13, Erla Rut Viktorsdóttir 1.

Fjölnir – HK U 27:29 (10:15).
Mörk Fjölnis: Sólveig Ása Brynjarsdóttir 11, Telma Sól Bogadóttir 6, Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Azra Cosic 2, Nína Rut Magnúsdóttir 2, Ragnheiður S. Aðalsteinsdóttir 1, Sara Kristín Pedersen 1, Unnur Vala Einarsdóttir 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 6, Þyrí Erla Sigurðardóttir 6.
Mörk HK U.: Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 6, Leandra Náttsól Salvamoser 6, Aníta Björk Bárðardóttir 4, Anna Valdís Garðarsdóttir 4, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Auður Katrín Jónasdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Þórfríður Arinbjarnardóttir 9, Íris Eva Gísladóttir 1, Tanja Glóey Þrastardóttir 1.

Berserkir – Valur U 16:34 (7:17).
Mörk Berserkja: Auður Margrét Pálsdóttir 4, Thelma Dís Harðardóttir 4, Birta Líf Haraldsdóttir 2, Gerður Rún Einarsdóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Arna Sól Orradóttir 1.
Varin skot: Sólveig Katla Magnúsdóttir 13, Halldóra Sif Guðmundsdóttir 4, María Ingunn Þorsteinsdóttir 2.
Mörk Vals U.: Ásrún Inga Arnarsdóttir 7, Kristbjörg Erlingsdóttir 6, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Katla Margrét Óskarsdóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Sólveig Þórmundsdóttir 2, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 2, Steinunn Hildur Pétursdóttir 1.
Varin skot: Hekla Soffía Gunnarsdóttir 5, Oddný Mínervudóttir 4.

Lokastaðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -