- Auglýsing -
Vinstri skyttan, Birgir Steinn Jónsson, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu til næstu tveggja ára. Birgir Steinn gekk í raðir Gróttu frá Stjörnunni á síðasta sumri og hefur verið mikilvægur í liði Gróttu í Olís-deildinni á þessu tímabili.
Birgir sem er uppalinn í Garðabænum hefur leikið með Stjörnunni undanfarin ár auk þess sem hann var með Fjölni hluta af tímabilinu í fyrra.
Birgir sem er fæddur árið 1999 hefur verið í lykilhlutverki hjá Gróttu í vetur og hefur skorað 76 mörk í 15 leikjum og er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Auk þess að spila stórt hlutverk í varnarleik liðsins.
- Auglýsing -