- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni leikur til úrslita

Bjarni Ófeigur Valdimarsson t.h. við komuna til Skövde undir lok síðasta árs. Mynd/IFK Skövde
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði tvö mörk fyrir Skövde þegar liðið vann Kristianstad, 23:22, á heimavelli í þriðja undanúrslitaleik liðanna um sænska meistaratitilinn í handknattleik í dag. Bjarni lék í um stundarfjórðung í leiknum og náði loks að sýna sínar réttu hliðar. Meiðsli hafa sett strik í reikning Bjarna nær alveg frá því að hann kom til Skövde undir lok síðasta árs.

„Það er hægara sagt en gert að koma bara þannig séð kaldur inn í úrslitakeppnina og ætla að gera eitthvað. En nú fékk fékk ég tækifærið og greipa það,“ sagði Bjarni Ófeigur við handbolta.is


Skövde vann þar með einvígið í þremur leikjum og mætir Sävehof í úrslitaleikjum um sænska meistaratitilinn. Sävehof vann Lugi, einnig 3:0, í undanúrslitum en síðasti leikur liðanna var í Partille í gær.


Teitur Örn Einarsson átti afar góðan leik fyrir Kristianstad en það dugði ekki. Hann skoraði sex mörk, þar af eitt úr vítakasti. Einnig átti hann sex stoðsendingar. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu.


Sävehof varð sænskur meistari síðast þegar úrslitakeppni deildarinnar fór fram vorið 2019. Ekki fór fram úrslitakeppni í Svíþjóð í fyrra vegna kórónuveirunnar. Kristianstad var útnefndur meistari að lokinni deildarkeppninni.


Skövde hefur tvisvar leikið til úrslita um sænska meistaratitilinn, 2005 og 2007, en beið lægri hlut í bæði skiptin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -