- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar voru öflugri í fyrstu orrustunni

FH-ingar fögnuðu enn einum sigrinum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH vann nokkuð sannfærandi sigur á ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í dag, 36:31, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 20:15. Hafnarfjarðarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Fimm marka forskot sem liðið náði um miðjan fyrri hálfleik reyndist dýrmæt þegar upp var staðið. ÍBV náði mest að minnka muninn í tvö mörk eftir það í þessu hraða og skemmtilega leik þar sem vörn og marvarsla sat aðeins á hakanum.

Næsta viðureign liðanna verður á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum.

Skemmtileg stemning var á leiknum í fyrirmyndar umgjörð FH-inga. Á að giska voru áhorfendur um 1.800, þar af margir Vestmannaeyingar.

FH-ingar náðu forskoti sínu í fyrri hálfleik á fimm mínútna kafla þegar þeir breyttu stöðunni úr 9:8 í 14:9. Á þessu kafla var varnarleikurinn þokkalegur og Daníel Freyr Andrésson varði nokkur skot. Þarna skili á milli. Mestur varð munurinn 17:11 og FH-inga reynda klaufa í þeirri stöðu að ná ekki átta marka forskoti.

Staðan í hálfleik var 20:15 að þrumuskot Jóhannesar Berg Andrasonar rataði í netið rétt áður en leiktíminn var út.

Annar var varnarleikur og markvarsla takmörkum í fyrri hálfleik.
Sóknarleikurinn var áfram í öndvegi í síðari hálfleik. FH var með fimm marka forskot, 24:19, Eyjamen náðu að bíta frá sér og minnka muninn niður í tvö mörk, 24:22, og fengu tækifæri til að minnka í eitt mark.

Ekkert dró af mönnum þótt á leikinn liði. Mistökunum fjölgaði reyndar en hraðinn og ákefðin var áfram fyrir hendi. Markverðir beggja liða voru hinsvegar lítt með á nótunum eins og oft vill verða þegar varnarleikurinn er látinn sitja hakanum og hraðaupphlaupin verða mörg.

Ásbjörn Friðriksson kom FH sex mörkum yfir, 31:25, þegar réttar tíu mínútur voru til leiksloka.

Leikmenn ÍBV héldu áfram að gera það sem þeir gátu. Munurinn var þrjú mörk, 33:30 þegar þrjár mínútur voru eftir og von vaknaði hjá leikmönnum ÍBV. Hún slokknaði fljótlega eftir með tveimur FH-mörkum í röð á einni mínútu, 35:30.


Mörk FH: Aron Pálmarsson 8, Símon Michael Guðjónsson 7, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Jóhannes Berg Andrason 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Birgir Már Birgisson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ágúst Birgisson 2, Einar Örn Sindrason 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7, 19.4% – Axel Hreinn Hilmisson 1/1, 50%.
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 11/3, Kári Kristján Kristjánsson 6, Daniel Esteves Vieira 5, Dagur Arnarsson 3, Arnór Viðarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Elís Þór Aðalsteinsson 1, Gauti Gunnarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 5, 18,5% – Petar Jokanovic 1, 7,1%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -