Íslenska landsliðið í handknattleik karla lauk undankeppni EM karla með stórsigri á Ísraelsmönnum, 39:29, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Ísland var sjö mörk yfir í hálfleik, 21:14. Íslenska liðið hafnar í öðru sæti riðilsins með átta stig eftir sex leiki. Portúgal vann Litáen, 30:25, í dag og hreppir efsta sætið með 10 stig.
Íslenska liðið var með nokkra yfirburði í leiknum í dag frá upphafi til enda. Munurinn varð mestur níu mörk í síðari hálfleik og fór niður í sex mörk í síðari hálfleik, 24:18.
Allir leikmenn íslenska landsliðsins komu við sögu í dag.
Dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið á fimmtudaginn í Búdapest.
Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guðjónsson 7, Sveinn Jóhannsson 5, Viggó Kristjánsson 4, Elvar Örn Jónsson 4, Ólafur Andrés Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4/3, Aron Pálmarsson 3, Oddur Gretarsson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Bjarki Már Elísson 2.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 8, Ágúst Elí Björgvinsson 3/1.
Fylgst var með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan meðan á honum stendur.