Tveir Íslendingar voru á meðal 10 markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýliðnu keppnistímabili, Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, og Viggó Kristjánsson, Leipzig.
Ómar Ingi, leikmaður meistara SC Magdeburg, varð þriðji markahæstur í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem lauk á sunnudaginn. Hann skoraði 239 mörk, af þeim var 131 úr vítakasti. Skotnýtingin var 69,8%. Til viðbótar gaf hann 94 stoðsendingar.
Þetta var fjórða keppnistímabilið hjá Ómar Inga í deildinni. Í þrjú skipti af fjórum hefur hann verið á meðal þriggja markahæstur, þar af markakóngur 2021. Leiktíðina 2022/2023 tók Ómar Ingi ekki þátt í leikjum Magdeburg síðari hluta tímabilsins vegna meiðsla.
Styttist í 1.000 mörk
Ómar Ingi hefur skorað 851 mark í þýsku 1. deildinni á fjórum keppnistímabilum, alls 120 leiki, og vantar149 mörk til að komast í 1.000 marka klúbbinn með Guðjóni Val Sigurðssyni, Alexander Petersson, Ólafi Stefánssyni, Bjarka Má Elíssyni og Arnóri Þór Gunnarssyni.
Á sléttri tölu
Viggó skoraði 200 mörk og situr í sjötta sæti listans yfir markahæstu menn. Hann skoraði 63 mörk úr vítaköstum. Skotnýtingin var 66,5%. Viggó gaf 65 stoðsendingar.
Alls hefur Viggó skoraði 731 mark í 146 leikjum í þýsku 1. deildnni frá fyrst leik keppnistímabilið 2019/2020.
Hér fyrir neðan er listi með 15 markahæstu leikmönnum þýsku 1. deildarinnar auk þess sem tekið saman markafjöldi annarri Íslendinga í deildinni en þeirra Ómars og Viggós.
Nafn: | Félag: | Mörk: |
Maneul Zehnder | Eisenach | 277 |
Mathias Gidsel | F.Berlin | 263 |
Ómar Ingi Magnússon | SC Magdeburg | 239 |
Lasse B. Andersson | F.Berlin | 209 |
Casper Mortensen | HSV Hamburg | 203 |
Viggó Kristjánsson | Leipzig | 200 |
Hans Lindberg | F.Berlin | 198 |
Emil Jakobsen | Flensburg | 197 |
Domen Novak | Wetzlar | 183 |
Kai Häfner | Stuttgart | 179 |
Felix Claar | Magdeburg | 176 |
Lenny Rubin | Wetzlar | 167 |
Samuel Zehmder | Lemgo | 167 |
Marcel Schiller | Göppingen | 165 |
Milos Vujovic | Gummersbach | 160 |
Elvar Örn Jónsson | Melsungen | 129 |
Elliði Snær Viðarsson | Gummersbach | 107 |
Oddur Gretarsson | Balingen | 103 |
Teitur Örn Einarsson | Flensburg | 85 |
Janus Daði Smárason | Magdeburg | 83 |
Andri Már Rúnarsson | Leipzig | 52 |
Arnar Freyr Arnarsson | Melsungen | 39 |
Arnór Snær Óskarsson | RNL/Gumm. | 31 |
Gísli Þorgeir Kristjánsson | Magdeburg | 28 |
Daníel Þór Ingason | Balingen | 23 |
Ýmir Örn Gíslason | RN Löwen | 11 |