- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Viggó eru á meðal tíu markahæstu í Þýskalandi

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir Íslendingar voru á meðal 10 markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýliðnu keppnistímabili, Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, og Viggó Kristjánsson, Leipzig.

Ómar Ingi, leikmaður meistara SC Magdeburg, varð þriðji markahæstur í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem lauk á sunnudaginn. Hann skoraði 239 mörk, af þeim var 131 úr vítakasti. Skotnýtingin var 69,8%. Til viðbótar gaf hann 94 stoðsendingar.

Þetta var fjórða keppnistímabilið hjá Ómar Inga í deildinni. Í þrjú skipti af fjórum hefur hann verið á meðal þriggja markahæstur, þar af markakóngur 2021. Leiktíðina 2022/2023 tók Ómar Ingi ekki þátt í leikjum Magdeburg síðari hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Styttist í 1.000 mörk

Ómar Ingi hefur skorað 851 mark í þýsku 1. deildinni á fjórum keppnistímabilum, alls 120 leiki, og vantar149 mörk til að komast í 1.000 marka klúbbinn með Guðjóni Val Sigurðssyni, Alexander Petersson, Ólafi Stefánssyni, Bjarka Má Elíssyni og Arnóri Þór Gunnarssyni.

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Leipzig. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Á sléttri tölu

Viggó skoraði 200 mörk og situr í sjötta sæti listans yfir markahæstu menn. Hann skoraði 63 mörk úr vítaköstum. Skotnýtingin var 66,5%. Viggó gaf 65 stoðsendingar.
Alls hefur Viggó skoraði 731 mark í 146 leikjum í þýsku 1. deildnni frá fyrst leik keppnistímabilið 2019/2020.

Hér fyrir neðan er listi með 15 markahæstu leikmönnum þýsku 1. deildarinnar auk þess sem tekið saman markafjöldi annarri Íslendinga í deildinni en þeirra Ómars og Viggós.

Nafn:Félag:Mörk:
Maneul ZehnderEisenach277
Mathias GidselF.Berlin263
Ómar Ingi MagnússonSC Magdeburg239
Lasse B. AnderssonF.Berlin209
Casper MortensenHSV Hamburg203
Viggó KristjánssonLeipzig200
Hans LindbergF.Berlin198
Emil JakobsenFlensburg197
Domen NovakWetzlar183
Kai HäfnerStuttgart179
Felix ClaarMagdeburg176
Lenny RubinWetzlar167
Samuel ZehmderLemgo167
Marcel SchillerGöppingen165
Milos VujovicGummersbach160
Elvar Örn JónssonMelsungen129
Elliði Snær ViðarssonGummersbach107
Oddur GretarssonBalingen103
Teitur Örn EinarssonFlensburg85
Janus Daði SmárasonMagdeburg83
Andri Már RúnarssonLeipzig52
Arnar Freyr ArnarssonMelsungen39
Arnór Snær ÓskarssonRNL/Gumm.31
Gísli Þorgeir KristjánssonMagdeburg28
Daníel Þór IngasonBalingen23
Ýmir Örn GíslasonRN Löwen11
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -