- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

85 milljóna króna tap hjá HSÍ – afreksstarfið er þungur baggi

Afreksstarf HSÍ kostar sitt og tekjur standa engan vegin undir rekstrinum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Um 85 milljóna króna tap var á rekstri Handknattleikssambands Íslands á síðasta ári en þetta kom fram á 67. ársþingi sambandsins sem haldið var Laugardalshöll í dag. Eins og gefur að skilja var rekstur sambandsins mjög erfiður fyrir vikið. Tapið skýrist einkum af miklum kostnaði vegna afreksstarfs við undirbúning og þátttöku í lokamótum karla og kvenna, segir í tilkynningu frá HSÍ í þinglok.

Eins hefur frumkvöðlastarf við miðlun leikja í sjónvarpi í opinni dagskrá á eigin forsendum verið kostnaðarsamt sem og uppsetning handboltapassans en sjónvarpsáhorf hefur sjaldan verið meira frá deildarkeppni. HSÍ gerir sér vonir um að sá kostnaður komi til baka á næstu árum.

Mikil umræða var um þungan rekstur vegna afreksstarfs og hve lítill stuðningur fæst frá ríkisvaldinu. Ef ekki kemur til aukið framlag hvort sem er frá ríkissjóði og afrekssjóði ÍSÍ mun það leiða til þess að draga þarf úr afreksstarfi hjá öllum landsliðum.

Þrír nýir stjórnarmenn

Bjarni Ákason, Ólafur Örn Haraldsson og Sigurborg Kristinsdóttir komu inn í stjórn HSÍ en úr stjórn gengu Arnar Þorkelsson og Kristján Gaukur Kristjánsson. Fyrir var laust sæti í stjórn í kjölfar þess að Davíð Lúther Sigurðsson gekk úr stjórninni í nóvember.

Í skýrslu stjórnar kom fram að mikill uppgangur hefur verið í handboltaíþróttinni undanfarin ár. Fleiri lið taka þátt í Evrópukeppni og er afrek Vals með sigri í Evrópukeppni skýrt dæmi um jákvæða þróun handboltans. Kvennalandsliðið tók þátt í HM á sl. ári eftir margra ára hlé og verður þátttakandi á lokamóti EM nú í desember. Þá er árangur yngri landsliða mjög góður en þau keppa á lokamótum HM og EM í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -