Haukar sitja hjá í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í haust. Þeir mæta ekki til leiks fyrr en í aðra umferð sem leikin verður í síðari hluta október. Alls taka 64 lið þátt í annarri umferð. Þá verður búið að grisja úr helming þeirra 20 liða sem verða með í fyrstu umferð í september.
Dregið verður í fyrstu og aðra umferð, þá sem Haukar koma inn í, á næsta þriðjudag, 16. júlí í Vínarborg. Á sama tíma verður dregið í Evrópubikarkeppni kvenna þar sem Haukar og Valur verða með. Einnig verður þann sama dag dregið í forkeppni Evrópudeildar karla.
Ljóst er að Haukar verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar. Þetta er sama keppni og Valur vann á eftirminnilegan hátt í lok maí.
Hér fyrir neðan er finna nánari útlistun á uppsetningu keppninnar og hvaða lið eru skráð til leiks.
Sjá einnig:
FH fer rakleitt í riðlakeppnina – Valur í forkeppni Evrópudeildar
Íslensku liðin fara beint í 64-liða úrslit