Undanúrslit Olísdeildar kvenna hefjast á sunnudaginn eftir viku en fyrstu umferð lauk í dag þegar ÍBV og Valur komust áfram eftir að hafa unnið Stjörnuna og Hauka í tvígang án þess að síðarnefndu liðunum tveimur tækist að ná í vinning.
Leikjadagská undanúrslita, vinna þar tvisvar sinnum til að öðlast sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn:
Sunnudagur 23. maí:
Klukkan 13.30 – KA/Þór – ÍBV, KA-heimilið.
Klukkan 15.00 – Fram – Valur, Framhús.
Miðvikudagur 26. maí:
Klukkan 18.00 – ÍBV – KA/Þór, Vestmannaeyjar.
Klukkan 19.40 – Valur – Fram, Origohöllin.
Laugardagur 29. maí, ef með þarf:
Klukkan 13.30 – KA/Þór – ÍBV, KA-heimilið.
Klukkan 15.00 – Fram – Valur, Framhús.
Gert er ráð fyrir að úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn fari fram 2., 6. og 9. júní.