„Við skoðuðum Svíaleikinn vel í morgun og fórum vel yfir hvað við getum gert betur,“ sagði Reynir Þór Stefánsson einn leikmanna U20 ára landsliðsins þegar handbolti.is hitti hann að máli við hótel landsliðsins í Lasko í Slóveníu í dag. Reynir Þór og félagar voru þá nýkomnir af æfingu þar sem lagt var á ráðin vegna fyrsta leiksins í riðlakeppni átta liða úrslita Evrópumóts 20 ára landsliða karla á morgun, gegn ósigruðu liði Portúgal.
Reynir Þór segir nauðsynlegt að láta boltann „rúlla vel“ gegn portúgalska liðinu á morgun. Liðið hafi á að skipa mjög stórum og öflugum miðjumönnum í vörninni auk góðs markvarðar.
Lengra viðtal er við Breka Hrafn í myndskeiðsviðtali sem er efst í fréttinni.
„Nú er nýtt mót að hefjast í átta liða úrslitum. Hvert lið í riðlinum hefur leik án stiga. Við ætlum okkur í undanúrslit. Til þess verðum við spila vel,“ sagði Reynir Þór hvergi banginn.
Talsvert lengra myndskeiðsviðtal er við Reyni Þór efst í fréttinni.
Leikir Íslands í milliriðlakeppni átta liða úrslita:
Portúgal - Ísland, 15. júlí kl. 12.20
Ísland - Austurríki, 16. júlí, kl. 10.
Spánn - Ísland, 18. júlí, kl. 12.20.
- Allir leiktímar eru miðaðir við tímann á Íslandi.
Viðureign Íslands og Portúgals hefst klukkan 12.20 á morgun. Handbolti.is er í Slóveníu og mun fylgja landsliðinu eftir mótið á enda. Beint textalýsingu verður úr Zlatorog Arena í Celje auk þess sem viðtöl verða við leikmenn og þjálfara.
EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni