- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlum að sýna okkar rétta andlit gegn Spánverjum

- Auglýsing -

„Það er spennandi að sjá hvernig fer á morgun. Ég veit að við mætum vel gíraðir í leikinn,“ segir Atli Steinn Arnarson einn leikmanna U20 ára landsliðsins þegar handbolti.is rabbaði við hann við hótel landsliðsins í Lasko í Slóveníu upp úr hádeginu í dag. Atli Steinn var nýkominn af léttri æfingu en frí er frá leikjum á EM í dag áður en viðureign við Spánverja tekur við á morgun. Enn er möguleiki fyrir íslenska liðið að komast í undanúrslit á mótinu.

„Við héldum að möguleikinn væri farinn eftir tapið í gær við Austurríki en Portúgalar tóku Spánverja og þar með er áfram von hjá okkur,“ segir Atli Steinn sem gengur til liðs við Gróttu frá FH eftir að hann kemur heim að mótinu loknu.

„Við vorum ekki alveg með á nótunum í gær en ætlum að sýna okkar rétt andlit á morgun,“ segir Atli Steinn Arnarson leikmaður U20 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is sem er í slagtogi við landsliðið í Lasko í Slóveníu.

Talsvert lengra viðtal er við Atla Stein í myndskeiði efst í þessari frétt.

Viðureign Íslands og Spánar á EM 20 ára landsliða karla hefst klukkan 12.20 á morgun. Handbolti.is er í Slóveníu og ætlar að vanda að fylgjast með í textalýsingu.

EMU20 karla: Leikjadagskrá, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Miði er möguleiki

Er ekki afsökun fyrir lélegri frammistöðu í gær

Yngri flokkar

Myndbönd

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -