- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reynir Þór varð þriðji markahæstur á EM

Reynir Þór Stefánsson í leik með U20 ára landsliðinu á EM í sumar. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Framarinn Reynir Þór Stefánsson varð þriðji markahæsti leikmaður Evrópumóts 20 ára landsliða sem lauk í Celje í Slóveníu í gærkvöld með sigri Spánverja á grönnum sínum frá Portúgal í Steingeitarhöllinni í Celje, 35:31.

Reynir Þór skoraði 55 mörk í átta leikjum íslenska liðsins á mótinu, þar af skoraði hann tvisvar sinnum 11 mörk, gegn Portúgal og Noregi.

Ekkert marka sinna skoraði Reynir Þór úr vítakasti, ólíkt öðrum sem eru á meðal markahæstu leikmanna. Reynir Þór spreytti sig ekki á vítakasti í mótinu. Hann átti 89 skot á markið og var þaraf leiðandi með 61,8% skotnýtingu.

Össur og Elmar næstir

Össur Haraldsson, Haukum, var næstur á eftir Reyni Þór af íslensku piltunum. Hafnfirðingurinn skoraði 44 mörk og varð í 17. sæti. Hann skoraði m.a. einu marki fleiri en spænska ungstirnið Petar Cikusa. Á eftir Össuri af þeim íslensku kom Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson með 31 mark í 40. sæti.

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Óli markahæstur í annað sinn

Færeyingurinn Óli Mittún varð markakóngur Evrópumótsins með 76 mörk í átta leikjum, nærri 10 mörk að jafnaði í leik. Óli skoraði 27 mörk úr vítaköstum og geigaði fjórum sinnum. Skotnýting hans var 66,1%. Óli varð einnig markakóngur á EM 18 ára landsliða fyrir tveimur árum.

Norðmaðurinn Patrick Helland Anderson varð næst markahæstur með 70 mörk, 20 af sjö metra línunni, og var með alls 68% skotnýtingu.

Jafn Reyni Þór í þriðja sæti er Slóveninn Nace Zajc einnig með 55 mörk, 27 þeirra úr vítaköstum. Skotnýting Zajc var 79,7%.

Enginn Íslendingur var í liði mótsins að þessu sinni. Lið mótsins er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -