Grískur vinstri hornamaður, Christos Kederis, er nýjasta viðbótin í fjölbreyttan leikmannahóp Harðar á Ísafirði. Félagið sagði frá komu Grikkjans í dag.
Kederis, sem er þegar mættur til æfinga Torfnesi, kemur til Harðar frá AEK Aþenu, silfurliði grísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann er sagður hafa leikið með A.C. Doukas, Olympiacos SFP, Diomidis Argous auk AEK. Kederis er a.m.k. sjötti nýi erlendi leikmaðurinn sem semur við Hörð á undanförnum vikum.
Æfingar eru þegar hafnar hjá leikmönum Harðar. Enn munu þó einhverjir vera í fríi en eru væntanlegir á handboltaskónum eftir helgina.
Æfingaferð til Lettlands
Framundan er æfingaferð til Lettlands frá 23. til 28. ágúst áður en flautað verður til leiks í Grill 66-deild karla 20. september, eftir því sem næst verður komist.
Karlar – helstu félagaskipti 2024