- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Áhorfendur í Köln, í Magdeburg og Hamborg, Buric, Sigurður, Lazarov, Barrufet, Caucheteux , Karabatic

Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Í annað sinn í röð verða engir áhorfendur á úrslitahelgi Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln í 12. og 13. júni. Einnig var leikið fyrir luktum dyrum í úrslitum keppninnar í desember á síðasta ári. Eins og kom fram á handbolta.is fyrr í vikunni verður heimilt að selja allt að 6.250 áhorfendum aðgang að úrslitahelgi Meistaradeild kvenna sem fram fer um aðra helgi í Búdapest. Strangari sóttvarnareglur gilda um handboltaleiki innanhúss í Þýskalandi en í Ungverjalandi
  • Allt að 1.500 áhorfendur verða leyfðir á síðustu heimaleikjum Magdeburg, sem Ómar Ingi Magnússon leikur, í þýsku 1.deildinni á þessu keppnistímabili. Reiknað er með 1.000 áhorfendum á leiki úrslitahelgar þýsku bikarkeppninnar 2. og 3. júní í Hamborg
  • Þýska liðið Flensburg varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að markvörðurinn Benjamin Buric leikur ekki með liðinu næstu vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri hálfleik í síðari viðureign Flensburg og Aalborg í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöld. Flensburg, sem Alexander Petersson leikur með, er í harðri baráttu við Kiel um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum, með 51 hvort, eftir 28 leiki.
  • Sigurður Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í handknattleik og handknattleiksþjálfari, var á dögunum sæmdur æðstu heiðursviðurkenningu Stjörnunnar, gullstjörnu með lárviðarsveig. Sigurður hefur unnið mikið fyrir félagið á síðustu árum eftir að hann kom heim úr atvinnumennsku. Styttra væri að telja upp það sem hann hefur ekki gert en það sem hann hefur gert. Auk þjálfunar og starfa fyrir handknattleiksdeildina var Sigurður formaður aðalstjórnar Stjörnunnar um árabil. 
  • Gaël Pelletier forseti franska liðsins Nantes staðfesti í gærmorgun að Kiril Lazarov hafi skrifað undir eins árs samning við félagið og leiki með því fram til vorsins 2022. Lazarov ætlaði að hætta í vor en sagði frá því að dögunum að sér hafi snúist hugur. „Ég vil ekki hætta fyrir framan tóma íþróttahöll,” sagði Lazarov sem verður 41 árs á árinu og er kominn í undanúrslit Meistaradeildar með franska liðinu. 
  • David Barrufet yfirgefur Barcelona í sumar eftir 37 ár hjá félaginu. Þessi fyrrverandi markvörður hefur verið framkvæmdastjóri handknattleiksliðs félagsins síðustu sex ár. Brotthvarf Barrufet tengist uppsögn Xavi Pascual þjálfara á dögunum. 
  • Raphael Caucheteux varð í fyrrakvöld fyrsti leikmaðurinn til þess að skora yfir 2.000 mörk í leikjum frönsku 1. deildarinnar. Caucheteux er nú leikmaður Saint-Raphaël Var Handball.
  • Luka Karabatic hefur framlengt samning sinn við franska meistaraliðið PSG fram til ársins 2024.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -